Algjör Sveppi og leitin að Villa
Þegar Villa, besta vini hans Sveppa, er rænt af misyndismönnum tekur Sveppi til sinna ráða og heldur í björgunarleiðangur. Sveppi og Villi hafa verið bestu vinir síðan þeir muna eftir sér. Það sem Sveppa vantar bætir Villi upp með ótrúlegum gáfum sínum. Það er einmitt það sem kemur honum í vandræði, því þegar hann fer að fikta í senditæki sem afi hans gefur honum, þá heyrir hann fyrir slysni raddir í vondu körlunum. Þeir taka eftir því að einhver er að hlera og ræna Villa. Sveppi rekst á upptöku af ráninu í tölvunni hans Villa og reynir að útskýra það fyrir fullorðna fólkinu sem trúir honum alls ekki. Ráðvilltur tekur Sveppi til sinna ráða og heldur af stað í leiðangur til að bjarga besta vini sínum. Upphefst þá stórkostlegt ævintýri.
- Ár: 2009
- Land: Iceland
- Genre: Adventure, Family
- Stúdíó:
- Lykilorð:
- Leikstjóri: Bragi Thor Hinriksson
- Leikarar: Sverrir Þór Sverrisson, Guðjón Davíð Karlsson, Vilhelm Anton Jónsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Auðunn Blöndal